Oddur Gretarsson hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksfélagið Balingen. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í gær.
Oddur, sem er 31 árs gamall, hefur leikið með Balingen frá árinu 2017 en samningur hans gildir út keppnistímabilið 2023.
Hann er uppalinn á Akureyri og á að baki 36 A-landsleiki fyrir Ísland en hann hefur ekkert leikið með Balingen á tímabilinu vegna meiðsla.