Ísland leikur við Austurríki eða Eistland í umspili um sæti á heimsmeistaramóti karla í handbolta 2023. Mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi.
Ísland fer í umspilið vegna tapsins gegn Noregi á Evrópumótinu í gær. Dregið var í Búdapest, þar sem Evrópumótið hefur fram í janúar.
Austurríki og Eistland mætast í mars og sigurvegarinn úr einvíginu mætir Íslandi í hreinu úrslitaeinvígi um sæti á lokamóti HM. Fyrri leikurinn fer væntanlega fram á útivelli 11 eða 12. apríl og seinni leikurinn á Íslandi 16. eða 17. apríl.
Lærisveinar Erlings Richardssonar í Hollandi mæta annaðhvort Portúgal eða Sviss í umspilinu og Þýskaland, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, mætir annaðhvort Færeyjum eða Hvíta-Rússlandi.