Naumur sigur HK á botnliðinu

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti enn einn stórleikinn í dag.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti enn einn stórleikinn í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

HK sigraði Aftureldingu 31:29 í Olísdeild kvenna í handbolta í Kórnum í dag.

Allt benti til þess að heimakonur væru að vinna þægilegan sigur en þær voru sjö mörkum yfir þegar tæpt korter var eftir að leiknum. Afturelding gafst þó ekki upp og minnkaði muninn í eitt mark, en komst ekki lengra.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir spilaði frábærlega sem fyrr í liði HK en hún skoraði 11 mörk í dag. Elna Ólöf Guðjónsdóttir átti einnig skínandi fínan leik en hún skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. 

Í liði gestanna drógu þær Sylvía Björt Blöndal og Susan Ines Gamboa vagninn, en Sylvía skoraði 11 mörk og Susan átta.

HK er í sjöunda sæti með níu stig eftir 11 leiki á meðan Afturelding er í áttunda og neðsta sæti án stiga eftir 13 leiki.

Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 11, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 7, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1.

Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 11, Susan Ines Gamboa 8, Emilía Guðrún Hauksdóttir 4, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert