Aron kominn í úrslitaleikinn

Aron Kristjánsson er kominn með lið sitt í úrslitaleik Asíumótsins.
Aron Kristjánsson er kominn með lið sitt í úrslitaleik Asíumótsins. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Aron Kristjánsson er kominn í úrslitaleik Asíumótsins með landslið Barein sem lagði gestgjafana í Sádi-Arabíu örugglega að velli, 29:20, í undanúrslitum mótsins í gær.

Í úrslitaleiknum sem fram fer á morgun, mánudag, eigast við Barein og Katar en lið Katar vann mjög auðveldan sigur á Íran, 34:19, í hinum undanúrslitaleiknum.

Liðin fjögur sem eru í undanúrslitum eru öll búin að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert