Ekkert verður af því að keppni hefjist á ný í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í kvöld en viðureign Gróttu og HK hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita.
Þá áttu Fram og Valur að mætast á miðvikudagskvöldið í öðrum leik ársins í deildinni en þeim leik hefur verið frestað af sömu sökum. Ekki eru komnir nýir leikdagar fyrir þessa leiki sem áður hafði verið frestað fyrir jól.