Úkraínski handboltamaðurinn Ihor Kopyshynskyi er kominn til liðs við Hauka og samdi við þá til loka tímabilsins.
Kopyshynskyi er þrítugur að aldri, rétthentur hornamaður, og lék áður með liði Akureyrar og með Þór á Akureyri síðasta vetur. Þá lék hann um skeið með Klaipeda Dragunas í Litháen og áður með liði Portovik í Úkraínu.