Landin bestur í Þýskalandi

Niklas Landin sýnir takta í marki Dana á EM í …
Niklas Landin sýnir takta í marki Dana á EM í Búdapest. AFP

Danski markvörðurinn Niklas Landin hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn í þýska handboltanum árið 2021 af lesendum tímaritsins Handballwoche.

Landin, sem ver mark Kiel, fékk 6.604 atkvæði og næstir á eftir honum komu þýsku landsliðsmennirnir Johannes Golla hjá Flensburg sem fékk 5.499 atkvæði og Hendrik Pekeler, samherji hans hjá Kiel, sem fékk 4.992 atkvæði.

Tímaritið hefur staðið fyrir kosningunni frá árinu 1978 þegar Heiner Brand, síðar landsliðsþjálfari Þjóðverja um árabil, var kjörinn besti leikmaðurinn. Markvörðurinn Andreas Thiel hefur oftast orðið fyrir valinu, sjö sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert