Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti góðan leik fyrir Skövde þegar liðið vann þriggja marka sigur gegn Aranas í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í Skövde í kvöld.
Leiknum lauk með 33:30-sigri Skövde en Bjarni Ófeigur skoraði fimm mörk í leiknum þar sem Skövde leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 15:11.
Skövde er með 22 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir sextán leiki, fimm stigum minna en topplið Sävehof, en Skövde á leik til góða á Sävehof.