Aron ekki búinn að jafna sig

Aron Pálmarsson í leik gegn Ungverjalandi á EM.
Aron Pálmarsson í leik gegn Ungverjalandi á EM. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er ekki búinn að jafna sig á meiðslunum sem hann varð fyrir í leik Íslands og Svartfjallalands á EM í síðasta mánuði en hann tognaði á kálfa snemma leiks.

Aron verður því ekki með Aalborg er liðið mætir Holstebro í efstu deild Danmerkur í kvöld. Aron er enn þá á Íslandi og óvíst hvenær hann verður klár í slaginn á ný. Stefan Madsen, þjálfari Aaleborg staðfesti í samtali við Nordjyske. 

Evrópumótið var viðburðaríkt hjá Aroni því hann fékk kórónuveiruna á miðju móti og missti af þremur fyrstu leikjunum í milliriðli áður en hann meiddist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert