Byrjaði með glæsibrag í Þýskalandi

Tumi Steinn Rúnarsson fer vel af stað með Coburg.
Tumi Steinn Rúnarsson fer vel af stað með Coburg. mbl.is/Unnur Karen

Tumi Steinn Rúnarsson fer afar vel af stað með Coburg í þýsku B-deildinni í handbolta en hann gekk til liðs við félagið frá Val um áramótin.

Coburg hafði betur gegn Emsdetten, 34:25, á heimavelli í kvöld. Anton Rúnarsson, fyrrverandi liðsfélagi Tuma, leikur með Emsdetten en hann var fjarri góðu gamni í kvöld.

Tumi skoraði sjö mörk fyrir sitt lið og lagði upp þrjú til viðbótar. Fyrir leikinn í kvöld hafði Coburg tapað þremur leikjum í röð og virðist Tumi koma afar vel inn í liðið.

Coburg er í 13. sæti deildarinnar með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Emsdetten er í 16. sæti með 14 stig og aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert