Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur tilkynnt að fresta þurfi leik KA og ÍBV sem átti að fara fram í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni, í dag vegna veðurs.
Ill- eða ófært er víða um land í dag og því reyndist ómögulegt að láta leikinn fara fram.
Í tilkynningu frá HSÍ segir að nýr leikdagur fyrir viðureignina verði ákveðinn fljótlega.