Haukar sannfærandi gegn HK

Haukar unnu sannfærandi sigur á HK.
Haukar unnu sannfærandi sigur á HK. mbl.is/Arnþór Birkisson

Haukar unnu sannfærandi 28:20-heimasigur á HK í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Með sigrinum fóru Haukar upp í 13 stig og í þriðja sæti deildarinnar. HK er áfram í sjöunda sæti með 9 stig.

Haukar byrjuðu af miklum krafti og komust í 5:1 snemma leiks og var staðan 10:5 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.  Munurinn var kominn upp í níu mörk í hálfleik, 17:8, og var HK ekki líklegt til að jafna í seinni hálfleik.

Ásta Björt Júlíusdóttir lék afar vel fyrir Hauka og skoraði tíu mörk. Birta Lind Jóhannsdóttir gerði fjögur. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir gerðu fjögur hvor fyrir HK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert