Handknattleikskonan Anna Katrín Stefánsdóttir er mætt aftur á völlinn eftir sex ára fjarveru vegna höfuðmeiðsla.
Anna varð fyrir því óláni að fá þungt högg á gagnaugað á æfingu í lok ársins 2015 og þurfti hún að hætta handboltaiðkun. Hún sneri hinsvegar aftur með Gróttu í gær og skoraði eitt mark í 23:20-sigri á ÍR í 1. deildinni, Grill 66 deildinni.
Anna Katrín varð Íslandsmeistari með Gróttu árið 2016 og þótti mjög efnileg á sínum tíma en hún er orðin 24 ára.