Skövde vann öruggan 34:25-heimasigur á Alingsås í efstu deild Svíþjóðar í handbolta í dag.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék vel með Skövde og skoraði fimm mörk og lagði auk þess upp fjögur til viðbótar á liðsfélaga sína.
Skövde hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir fjóra leiki í röð án sigurs þar á undan. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig eftir 18 leiki.