Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, átti einkar góðan leik í liði Kristianstad þegar það mátti sætta sig við grátlegt 27:28-tap gegn Skara í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Andrea skoraði fimm mörk og lagði upp önnur tvö fyrir liðsfélaga sína.
Kristianstad hefur ekki gengið nægilega vel á tímabilinu og tapað fimm leikjum í röð í deildinni. Er liðið í 10. sæti af 12 liðum með 8 stig, fjórum stigum fyrir ofan neðstu liðin.