Íslendingaliðið í undanúrslit

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Magdeburg tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta er liðið vann 34:26-heimasigur á Minden.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en Ómar Ingi Magnússon kom lítið við sögu og komst ekki á blað. Ómar sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í síðasta mánuði og varð markakóngur mótsins.

Erlangen tryggði sér sæti í undanúrslitum í gær. Lemgo og Melsungen mætast ásamt Rhein-Neckar Löwen og Kiel í leikjunum sem eftir eru í átta liða úrslitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert