Valur vann sannfærandi 32:19-sigur á Víkingi á heimavelli í Olísdeild karla í handbolta í kvöld.
Eftir jafnar upphafsmínútur komst Valur í 10:5 og var staðan í hálfleik 17:10. Víkingar voru ekki líklegir til að jafna í seinni hálfleik og öruggur Valssigur varð raunin.
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði níu mörk fyrir Val og Benedikt Gunnar Óskarsson gerði sjö. Gunnar Valdimar Johnsen skoraði fimm fyrir Víking.
Valur er með 20 stig, ein og Haukar og FH í þremur efstu sætunum. Víkingur er í ellefta og næstneðsta sæti með tvö stig.