Annika Friðheim Petersen, landsliðsmarkvörður Færeyja og einn besti leikmaður Íslandsmótsins í hálft annað ár, er farin frá Haukum til Danmerkur.
Hún er búin að semja við úrvalsdeildarfélagið Nyköbing til ársins 2024 en Haukar skýrðu frá þessu á samfélagsmiðlum í morgun.
Annika hefur í vetur verið með 34,3 prósent hlutfallsmarkvörslu í leikjum Hauka á Íslandsmótinu.