Leikur ekki meira með Akureyringum

Pætur Mikkjalsson í leik með Akureyringum gegn Víkingi í september.
Pætur Mikkjalsson í leik með Akureyringum gegn Víkingi í september. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Færeyski línumaðurinn Pætur Mikkjalsson leikur ekki meira með KA í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, á þessari leiktíð.

Mikkjalsson gekk til liðs við KA fyrir keppnistímabilið frá danska B-deildarfélaginu Nyborg en hann skoraði 24 mörk í þrettán leikjum með KA fyrir áramót.

Mikkjalsson er genginn til liðs við H71 í Færeyjum og gengu félagaskipti hans í gegn á föstudaginn í síðustu viku.

KA er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er með 12 stig í átttunda sæti úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert