Markahæstur í Noregi

Orri Freyr Þorkelsson skoraði átta mörk í dag.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði átta mörk í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Orri Freyr Þorkelsson fór á kostum fyrir Elverum þegar liðið vann öruggan níu marka útisigur gegn Nötteröy í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Leiknum lauk með stórsigri Elverum, 33:24, en Orri Freyr var markahæstur í liði Elverum með 8 mörk.

Elverum er með 36 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur 8 stiga forskot á Drammen sem er í öðru sætinu en Drammen á leik til góða á Elverum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert