Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í marki GOG þegar liðið tók á móti Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Leiknum lauk með 45:31-sigri GOG en Viktor Gísli varði 20 skot í markinu og var með 40% markvörslu.
GOG er í efsta sæti deildarinnar með 37 stig og hefur 6 stiga forskot á Aalborg sem vann 29:23-sigur gegn Fredericia á útivelli.
Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahóp Aalborg vegna meiðsla en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.