Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti frábæran leik fyrir Skövde þegar liðið vann 25:21-útisigur gegn Hallby í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Bjarni Ófeigur var markahæsti maður vallarins með sjö mörk en Skövde leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 14:10.
Skövde er öðru sæti deildarinnar með 26 stig, þremur stigum minna en topplið Sävehof.