Ómar Ingi fór á kostum

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði Magdeburg í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ómar Ingi Magnússon var markahæsti maður vallarins þegar lið hans Magdeburg vann öruggan níu marka heimasigur gegn Minden í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með 28:19-sigri Magdeburg en Ómar Ingi skoraði 8 mörk í leiknum, ásamt því að leggja upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en liðið er með 34 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur 6 stiga forskot á Kiel sem er í öðru sætinu.

Þá skoraði Arnór Þór Gunnarsson fjögur mörk fyrir Bergischer þegar liðið tók á móti Göppingen en Janus Daði Smárason komst ekki á blað hjá Göppingen. Bergischer er með 15 stig í ellefta sætinu en Göppingen er í því sjötta með 21 stig.

Balingen tapaði svo á heimavelli gegn Leipzig, 25:29, en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað hjá Balingen og Oddur Gretarsson er frá keppni vegna meiðsla. Balingen er í sautjánda og næstneðsta sætinu með 9 stig. stigi frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert