„Ég greindist með kórónuveiruna við komuna til landsins en er loksins útskrifaður sem er stór áfangi,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Guðmundur, sem er 61 árs gamall, náði frábærum árangri með íslenska liðið á nýliðnu Evrópumóti í Ungverjalandi og Slóvakíu en Ísland endaði í 6. sæti á mótinu.
Alls greindust ellefu leikmenn liðsins með kórónuveiruna á mótinu en mikið var lagt upp úr því, í aðdraganda mótsins, að forða leikmönnum liðsins frá kórónuveirunni.
„Ég lokaði mig alveg af frá 18. desember með fjölskyldu minni og við hittum engan yfir bæði jól og áramót,“ sagði Guðmundur.
„Svo fór ég beint í „búbblu“ með landsliðinu 2. janúar þannig að ég hef varla verið úti á meðal fólks síðan þá sem er sérstakt,“ bætti Guðmundur við.
Viðtalið við Guðmund í heild sinni má nálgast með því að smella hér en þátturinn er í opinn öllum.