Botnliðið vann sinn fyrsta leik

Einar Bragi Aðalsteinsson átti flottan leik í dag.
Einar Bragi Aðalsteinsson átti flottan leik í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Botnlið HK vann sinn fyrsta leik í Olísdeild karla í dag þegar liðið vann Fram 28:23 í Kórnum.

Fram náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik en heimamenn gáfust ekki upp og unnu sig inn í leikinn á ný. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka var staðan 22:21 HK í vil en þá tók við 6:2 kafli sem tryggði sigur heimamanna.

Einar Bragi Aðalsteinsson var markahæstur í liði HK með átta mörk og Einar Pétur Pétursson skoraði sjö. Hjá Fram var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson markahæstur með níu mörk en þau gerði hann úr hvorki meira né minna en 21 skoti.

Sigurinn þýðir það að HK lyftir sér af botninum og fer upp fyrir Víking. Liðið er nú með þrjú stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Fram er í níunda sæti deildarinnar með 12 stig.

Mörk HK: Einar Bragi Aðalsteinsson 8, Einar Pétur Pétursson 6, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 5, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Sigurjón Guðmundsson 1, Bjarki Finnbogason 1.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 9, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Kristinn Hrannar Elísberg 2, Vilhelm Poulsen 2, Ólafur Jóhann Magnússon 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Stefán Darri Þórsson 1, Rógvi Dal Christiansen 1, Reynir Þór Stefánsson 1, Stefán Orri Arnalds 1, Aron Gauti Óskarsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka