Aalborg hafði betur gegn Lyngby, 32:19, í 1. deild kvenna í handbolta í dag. Liðið er nú í 4. sæti deildarinnar með 20 stig.
Sandra Erlingsdóttir fór á kostum með Aalborg og skoraði níu mörk, þar af tvö úr vítum. Var hún markahæst allra í leiknum.
Sandra, sem er 23 ára Eyjakona, hefur leikið afar vel með Aalborg á tímabilinu en hún hefur leikið með ÍBV og Val hér á landi.