Fram vann nauman 24:23 sigur á Haukum á Ásvöllum í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld.
Leikurinn var hnífjafn allan tímann en Haukar leiddu 15:13 í hálfleik. Í seinni hálfleik komst fram skrefi á undan og það dugði til.
Hildur Þorgeirsdóttir var markahæst í liði fram með 5 mörk en þær Emma Olsson, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Karen Knútsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu fjögur mörk hver. Hjá Haukum var Ásta Björt Júlíusdóttir markahæst með sjö mörk en Elín Klara Þorkelsdóttir kom næst með fimm.
Með sigrinum fer Fram upp í 23 stig á toppi deildarinnar og er nú með þriggja stiga forskot á Val og leik til góða að auki. Haukar misstu KA/Þór upp fyrir sig fyrr í dag og eru nú í fjórða sæti með 17 stig.
Mörk Hauka: Ásta Björt Júlíusdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Birta Lind Jóhannsdóttir 4, Berta Rut Harðardóttir 4, Sara Odden 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Mörk Fram: Hildur Þorgeirsdóttir 5, Emma Olsson 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.