Með fullt hús stiga eftir 18 leiki

Orri Freyr Þorkelsson skorar eitt sex marka sinna gegn Króötum …
Orri Freyr Þorkelsson skorar eitt sex marka sinna gegn Króötum á EM í síðasta mánuði. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar hans í norska liðinu Elverum eru með fullt hús stiga í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Í dag unnu þeir gífurlega öruggan 37:19 sigur á Fjellhammer og eru nú með 36 stig að loknum 18 umferðum.

Orri átti mjög góðan leik en hann endaði sem markahæsti maður vallarins með sex mörk úr átta skotum. 

Fátt virðist geta stoppað Elverum á leið sinni að titlinum en liðið er nú með sjö stiga forskot á Drammen sem er í öðru sæti þegar átta leikir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka