Norðankonur unnu í Garðabæ

Rakel Sara Elvarsdóttir í leiknum í dag.
Rakel Sara Elvarsdóttir í leiknum í dag. Morgunblaðið/Óttar Geirsson

KA/Þór vann tveggja marka sigur, 27:25 á Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í dag.

Leikurinn var mjög jafn en gestirnir voru þó alltaf skrefi á undan en Rut Arnfjörð Jónsdóttir kláraði leikinn endanlega þegar einungis nokkrar sekúndur voru eftir. 

Rut átti frábæran leik í liði gestanna en hún skoraði níu mörk. Martha Hermannsdóttir kom næst með sex mörk. Hjá Stjörnunni var Elísabet Gunnarsdóttir markahæst með átta mörk en Helena Rut Örvarsdóttir skoraði sex.

Með sigrinum lyftir KA/Þór sér upp að hlið Hauka í þriðja sæti deildarinnar. Akureyrarliðið á þó leiki til góða og með sigrum í þeim fer liðið alla leið upp í annað sæti deildarinnar, upp fyrir Val. Stjarnan er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og ÍBV.

Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 8, Helena Rut Örvarsdóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Britney Cots 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 1, Katla María Magnúsdóttir 1.

Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 9, Martha Hermannsdóttir 6, Rakel Sara Elvarsdóttir 4, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka