Valur vann öruggan 23:14 útisigur á HK í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en um miðjan fyrri hálfleik virtust gestirnir setja í annan gír og stungu af.
Staðan í hálfleik var 13:8 fyrir Val en í síðari hálfleik juku gestirnir bilið og unnu að lokum sannfærandi níu marka sigur.
Í liði Vals voru þær Hildigunnur Einarsdóttir og Thea Imani Sturludóttir markahæstar með fjögur mörk hvor en hjá HK dró Jóhanna Margrét Sigurðardóttir vagninn með sex mörkum skoruðum.
Með sigurinum setur Valur meiri pressu á topplið Fram en munurinn á liðunum er nú kominn niður í eitt stig. Fram á þó tvo leiki til góða og getur aukið bilið með sigri í þeim. HK er áfram í sjöunda og næst neðsta sæti með níu stig, fimm stigum á eftir Stjörnunni og ÍBV.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 6, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Guðrún Erla Bjarna 1, Embla Steindórsdóttir 1, Margrét Guðmundsdóttir 1, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 1.
Mörk Vals: Hildigunnur Einarsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Thompson 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Mariam Eradze 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.