ÍBV úr leik í Evrópubikarnum

Marija Jovanovic í leik með ÍBV.
Marija Jovanovic í leik með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV tapaði 34:27 gegn Costa del Sol Málaga í seinni leik 8-liða úrslita Evrópubikars kvenna í handbolta í dag. Fyrri leiknum lauk með 11 marka sigri spænska liðsins en samanlagt fór einvígið 68:50.

Eins og í fyrri leiknum var Marija Jovanovic markahæst í liði ÍBV. Hún skoraði sjö mörk en þær Sunna Jónsdóttir og Elísa Elíasdóttir komu næstar með fjögur mörk hvor. Talita Alves Carneiro var markahæst í liði Málaga en hún skoraði sjö mörk.

Þetta þýðir að ÍBV er úr leik á meðan Málaga fer áfram í undanúrslit. Spænska liðið er ríkjandi meistari keppninnar og því var vitað að á brattann yrði að sækja fyrir Eyjakonur í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert