Eyjamenn ætla að vera með í toppbaráttunni

Ásgeir Snær Vignisson úr ÍBV sækir að sínum gömlu félögum …
Ásgeir Snær Vignisson úr ÍBV sækir að sínum gömlu félögum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Valsmenn lágu í Eyjum 28:26, í Olísdeild karla í handknattleik, en liðið komst aldrei yfir í leiknum. ÍBV var með forystuna allan leikinn og voru leikmenn liðsins vel studdir áfram af áhorfendum í Vestmannaeyjum.

Petar Jokanovic varði vel í markinu, samtals 18 skot og þar af þrjú vítaköst, Björgvin Páll Gústavsson náði sér ekki almennilega á strik og varði átta skot.

Sigtryggur Daði Rúnarsson lék vel en hann skoraði samtals níu mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Hjá gestunum lék Arnór Snær Óskarsson best en hann skoraði sjö mörk.

Eyjamenn voru yfir á öllum tölum í fyrri hálfleik og tóku snemma yfir leikinn. Þeir komust í fjögurra marka forskot í tvígang, 7:3 og 8:4 en gott leikhlé gestanna kom þeim inn í leikinn á ný. Þar tókst þeim að skora þrjú mörk á tveimur mínútum og jafna í 9:9.

Heimamenn skoruðu tvö sirkusmörk í röð um miðbik fyrri hálfleiksins og léku við hvurn sinn fingur, Sigtryggur Daði Rúnarsson stýrði sóknarleik ÍBV í fjarveru Dags Arnarssonar. Þeir leituðu einnig í mikið af skotum af gólfi og uppstökkum fyrir utan þar sem aðallínumaður liðsins, Kári Kristján Kristjánsson var fjarri góðu gamni, en hann sat á bekknum allan leikinn.

Valsmenn leituðu mikið til hornamanna sinna en ÍBV vörnin var virkilega þétt fyrir miðjum vellinum og fóru flest skotin sem ætluðu þar í gegn ekki mikið lengra en á þristapar liðsins. Petar Jokanovic varði þá vel frá Völsurum, þar af tvö vítaköst. Finnur Ingi Stefánsson og Vignir Stefánsson voru þeir einu í liði gestanna sem gerðu fleiri en eitt mark í fyrir hálfleiknum, þeir gerðu samtals níu, sem þeir skiptu næstum því bróðurlega á milli sín.

Eyjamenn hófu seinni hálfleikinn einnig af miklum krafti og náðu sér í fjögurra marka forskot sem Valsmönnum tóskt einungis að jafna. ÍBV var síðan út allan leikinn einum eða tveimur mörkum á undan gestunum sem fóru illa að ráði sínu nokkrum sinnum.

ÍBV 28:26 Valur opna loka
60. mín. ÍBV tekur leikhlé 39 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert