Landsliðsmarkvörðurinn skellti í lás í Svíþjóð

Daníel Freyr Andrésson átti stórkostlegan leik í dag.
Daníel Freyr Andrésson átti stórkostlegan leik í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daníel Freyr Andrésson landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta og leikmaður Eskilstuna Guif í Svíþjóð skellti gjörsamlega í lás í dag og var valinn maður leiksins í 27:24 sigri liðsins gegn Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Daníel Freyr varði 21 skot af þeim 41 sem hann fékk á sig úr opnum leik en það er vörsluprósenta upp á 51%. Fredrik Gustavsson sá um að halda sóknarleik liðsins á floti en hann skoraði 10 mörk. Aron Dagur Pálsson spilaði einnig með Guif í leiknum en komst ekki á blað.

Eskilstuna Guif er í 10. sæti deildarinnar með 14 stig en Kristianstad er í þriðja sæti með 25 stig. Þetta var því virkilega sterkur sigur Guif-manna í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert