Skrítið að Íslendingur væri að þjálfa þetta heilaga lið

„Þetta var mjög erfiður tími en á sama tíma gríðarlega lærdómsríkur,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðmundur, sem er 61 árs gamall, var þjálfari Danmerkur frá 2014 til ársins 2017 og gerði liðið meðal annars að Ólympíumeisturum í Ríó í Brasilíu sumarið 2016.

Danskir fjölmiðlar voru óvægir í garð Guðmundar og oft á tíðum ósanngjarnir í gagnrýni sinni á íslenska þjálfarann.

„Það er ekki auðvelt að vera Íslendingur að þjálfa danska landsliðið og ég held að það sé mjög sanngjarnt að segja það því það var mjög erfitt,“ sagði Guðmundur.

„Á sama tíma hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri og ég er mjög þakklátur fyrir það. Það fannst hins vegar mörgum skrítið að það væri Íslendingur að þjálfa þetta heilaga lið,“ sagði Guðmundur meðal annars.

Viðtalið við Guðmund í heild sinni má nálgast með því að smella hér en þátturinn er í opinn öllum.

Guðmundur Þórður Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum árið 2016.
Guðmundur Þórður Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum árið 2016. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert