Toppliðið sigraði botnliðið

Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur FH-inga í kvöld.
Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur FH-inga í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Topplið FH vann 29:26 sigur á botnliði Víkings í Víkinni í Olísdeild karla í handbolta í kvöld.

Gestirnir úr Hafnarfirði náðu forystunni snemma en Víkingur beit frá sér og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14. Ásbjörn Friðriksson jafnaði leikinn úr vítakasti þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum en eftir það var FH alltaf skrefinu á undan. Að lokum fór það svo að FH vann þriggja marka sigur í leik sem varð meira spennandi en flestir gerðu ráð fyrir.

Jóhannes Berg Andrason var markahæstur í liði Víkings en hann skoraði 9 mörk. Næstir komu þeir Jóhann Reynir Gunnlaugsson og Pétur Júníusson með 4 mörk hvor. Hjá FH var Jakob Martin Ásgeirsson markahæstur með 7 mörk og Ásbjörn Friðriksson skoraði 6.

FH er á toppi deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum meira en nágrannar þeirra í Haukum, sem eru að spila við Selfoss þegar þessi frétt er skrifuð og geta því náð FH á nýjan leik. Víkingur er á botninum með 2 stig og virðist fátt geta bjargað Fossvogsbúum frá falli niður í Grill-66 deildina.

Mörk Víkings: Jóhannes Berg Andrason 9, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Pétur Júníusson 4, Arnar Gauti Grettisson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Sverrir Andrésson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1, Styrmir Sigurðarson 1, Ólafur Guðni Eiríksson 1, Jón Hjálmarsson 1.

Mörk FH: Jakob Martin Ásgeirsson 7, Ásbjörn Friðriksson 6, Egill Magnússon 4, Ágúst Birgisson 3, Einar Örn Sindrason 3, Bergur Elí Rúnarsson 2, Ari Magnús Þorgeirsson 2, Jóhann Birgir Ingvarsson 1, Gytis Smantauskas 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert