Stjarnan eða KA mæta annaðhvort Gróttu eða Haukum í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, en dregið var í 8-liða úrslitin í höfuðstöðvum HSÍ í Laugardal í dag.
Kvennamegin þá mætir KA/Þór annaðhvort Aftureldingu eða HK og því ljóst að það það verður að minnsta kosti einn úrvalsdeildarslagur í átta liða úrslitunum, bæði karla og kvennamegin.
Leikirnir í 16-liða úrslitum keppninnar eru leiknir næstu þrjá daga, 15.-17. febrúar og 8-liða úrslitin fara svo fram um næstu helgi, 19.-20 febrúar.
Úrslitin ráðast síðan dagana 9.-12. mars að Ásvöllum í Hafnarfirði þegar undanúrslit fara fram á miðvikudegi og fimmtudegi og úrslitaleikir á laugardegi en Valur á titil að verja í karlaflokki og KA/Þór er ríkjandi bikarmeistari kvennamegin.
Drátturinn í 8-liða úrslitin:
Karlar:
Valur eða HK – Vængir Júpíters eða Víkingur
Stjarnan eða KA – Grótta eða Haukar
Hörður eða FH – Þór
ÍR eða Selfoss – Kórdrengir eða ÍBV
Konur:
Valur – Selfoss eða Haukar
ÍR eða Grótta – Víkingur eða Fram
Fjölnir/Fylkir eða ÍBV – FH eða Stjarnan
KA/Þór – Afturelding eða HK