Bjarki Már Elísson var markahæstur allra þegar þýska liðið Lemgo mátti sætta sig við 30:35-tap fyrir Benfica frá Portúgal þar í landi í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld.
Bjarki Már skoraði níu mörk, tveimur fleiri en næstu menn. Samherji hans Jonathan Carlsbogård og Lazar Kukic hjá Benfica, sem skoruðu báðir sjö mörk.
Benfica fór með sigrinum upp fyrir Lemgo í annað sæti riðilsins og Lemgo færðist þar með niður í fjórða sætið.
Í D-riðlinum unnu lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen frá Sviss góðan 26:24-sigur á portúgalska liðinu Sporting frá Lissabon.
Með sigrinum hafði Kadetten sætaskipti við Sporting þar sem liðið er nú í þriðja sæti og Sporting í því fjórða.