Dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma leik Flensburg og Kielce í B-riðli Meistaradeildar karla í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi á morgun.
Þetta verður í þriðja sinn sem dómaraparið dæmir í Meistaradeildinni en leikurinn er flokkaður sem stórleikur dagsins hjá EHF, evrópska handknattleikssambandinu, og fær hann að þeim sökum sérstaka athygli á samfélagsmiðlum.
Teitur Örn Einarsson er samningsbundinn Flensburg en þeir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukar Þrastarson leika með Kielce.
Kielce er í efsta sæti B-riðils með 14 stig en Flensburg er í fimmta sætinu með 9 stig.