Frestað í bikarkeppninni vegna veirunnar

Ljósmynd/Szilvia Micheller

Leik Harðar frá Ísafirði gegn FH í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik, hefur verið frestað um tvo daga vegna kórónuveirufaraldursins.

Leikurinn átti að fara fram á Ísafirði klukkan 18 annað kvöld en samkvæmt tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, getur hann ekki farið fram á þeim tíma vegna kórónuveirusmita.

Nýr leiktíma er föstudaginn 18. febrúar klukkan 18.45.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert