Áfram í Kópavoginum

Pálmi Fannar Sigurðsson verður áfram í Kópavoginum næstu árin.
Pálmi Fannar Sigurðsson verður áfram í Kópavoginum næstu árin. Ljósmynd/HK

Pálmi Fannar Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild HK. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni.

Pálmi Fannar, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við HK frá Haukum þegar hann var 19 ára gamall.

Hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár en HK er með 3 stig í ellefta og næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar, Olísdeildarinnar, eftir 14 leiki.

Pálmi er einn besti varnarmaðurinn í Olís-deildinni og í sókn getur hann nánast leyst allar stöður á vellinum,“ segir í tilkynningu HK-inga.

„Pálmi kvartar aldrei og heldur alltaf áfram, sannkallaður draumaleikmaður þjálfara!“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert