Íslensk forföll í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson missa báðir af leik …
Aron Pálmarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson missa báðir af leik í kvöld en lið þeirra eru í baráttu um efsta sæti A-riðils. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír íslenskir landsliðsmenn í handknattleik missa af leikjum liða sinna í Meistaradeild karla í kvöld vegna meiðsla.

Aron Pálmarsson verður ekki með danska liðinu Aalborg sem sækir Meshkov Brest heim til Hvíta-Rússlands, Ólafur Andrés Guðmundsson leikur ekki með Montpellier sem fær Vardar Skopje frá Norður-Makedóníu í heimsókn til Frakklands og Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur ekki með pólsku meisturunum Kielce sem mæta Flensburg í Þýskalandi.

Þessi þrjú Íslendingalið eru í toppbaráttunni en í A-riðli er Montpellier efst og Aalborg í öðru sæti af átta liðum og í B-riðli er Kielce á toppnum, tveimur stigum á undan París SG, Barcelona og Veszprém.

Haukur Þrastarson er hinsvegar í hópnum hjá Kielce fyrir leikinn í kvöld og meðal mótherja hans hjá Flensburg er landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson. Flensburg hefur verið í basli í keppninni í vetur og er í fimmta sæti B-riðils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert