Selfyssingarnir Teitur Örn Einarsson og Haukur Þrastarson mættust í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Þýskalandi í kvöld þar sem pólsku meistararnir Kielce sóttu Flensburg heim.
Kielce vann all öruggan sigur, 33:25, og Haukur skoraði tvö marka liðsins en Teitur skoraði eitt mark fyrir Flensburg.
Kielce styrkti enn stöðu sína í efsta sæti B-riðils Meistaradeildarinnar þar sem liðið er nú með 16 stig en þar á eftir eru Veszprém með 13 stig, París SG og Barcelona með 12 stig. Flensburg er síðan með 9 stig í fimmta sætinu.