Selfyssingar eru komnir í átta liða úrslitin í bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, eftir sigur á 1. deildarliði ÍR í Austurbergi í kvöld, 33:29.
ÍR-ingar stóðu vel í úrvalsdeildarliðinu og leikurinn var lengi vel í járnum en Selfyssinga voru yfir í hálfleik, 18:15.
Einar Sverrisson átti stórleik með Selfyssingum og skoraði 11 mörk. Richard Sæþór Sigurðsson skoraði 6 og Tryggvi Þórisson 5.
Bergþór Róbertsson skoraði 7 mörk fyrir ÍR-inga, Eyþór Waage og Egill Már Hjartarson 6 mörk hvor.
Selfyssingar fá heimaleik gegn Kórdrengjum eða ÍBV í átta liða úrslitunum, þannig að þar eru miklar líkur á Suðurlandsslag.