Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað piltum 20 ára og yngri, er í riðli með Þýskalandi, Ítalíu og Serbíu í lokakeppni Evrópumótsins í sumar.
Þjóðverjar teljast vera ríkjandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki þar sem þeir unnu keppni U19 ára liða á síðasta ári en keppnin í yngri aldursflokkum Evrópumótanna hefur riðlast mjög undanfarin tvö ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Keppnin fer fram í Portúgal 7. til 17. júli og þessar fjórar þjóðir eru í D-riðli mótsins.
Hinir riðlarnir eru þannig skipaðir:
A-riðill: Pólland, Noregur, Spánn og Portúgal
B-riðill: Færeyjar, Ungverjaland, Slóvenía, Danmörk
C-riðill: Svartfjallaland, Frakkland, Króatía, Svíþjóð