Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik, átti góðan leik fyrir lið Aalborg þegar það mátti sætta sig við 28:32-tap gegn Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.
Sandra skoraði fimm mörk og var næstmarkahæst leikmanna Aalborg.
Í gær var tilkynnt að hún muni ganga til liðs við þýska 1. deildarliðið Metzingen í sumar og greinilegt að Sandra er í hörkuformi um þessar mundir.
Aalborg er eftir tapið áfram í fjórða sæti deildarinnar og Ringsted er áfram í öðru sæti, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði SönderjyskE.