Valsmenn af öryggi í undanúrslit

Þorgils Jón Svölu Baldursson skýtur að marki Víkings í dag.
Þorgils Jón Svölu Baldursson skýtur að marki Víkings í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur tryggði sér í dag fyrst liða sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með 32:25-heimasigri á Víkingi.

Víkingur byrjaði betur og var með 5:2-forskot eftir tíu mínútur. Valsmenn jöfnuðu í kjölfarið í 5:5 og var jafnræði með liðunum út hálfleikinn en hálfleikstölur voru 16:15, Val í vil.

Valsmenn náðu þriggja marka forskoti snemma í seinni hálfleik og var Víkingur ekki líklegt til að jafna eftir það og Valsmenn sigldu öruggum sigri í höfn.

Finnur Ingi Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Val og þeir Arnór Snær Óskarsson og bróðir hans Benedikt Gunnar Óskarsson gerðu sex mörk hvor. Arnar Steinn Arnarsson skoraði sex fyrir Víking og Hjalti Már Hjaltason gerði fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert