Orri Freyr Þorkelsson, landsliðsmaður í handknattleik, átti stórleik fyrir Elverum þegar liðið vann feikilega öruggan sigur á Bækkelaget í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Orri Freyr skoraði átta mörk og var næstmarkahæstur í leiknum á eftir liðsfélaga sínum Kristian Hübert Larsen sem skoraði tíu mörk.
Elverum vann að lokum 37:17-sigur.
Aron Dagur Pálsson, sem nýverið gekk til liðs við Elverum frá sænska félaginu Guif, spilaði sinn fyrsta leik fyrir norsku meistarana og skoraði eitt mark.
Elverum er sem fyrr langefst á toppi norsku deildarinnar með fullt hús stiga, 40 talsins, að 20 leikjum loknum.