Fóru mikinn í Íslendingaslag

Arnór Þór Gunnarsson og liðsfélagar hans í Bergischer unnu mikilvægan …
Arnór Þór Gunnarsson og liðsfélagar hans í Bergischer unnu mikilvægan sigur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Bergischer þegar liðið tók á móti Lemgo í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.

Leiknum lauk með 32:27-sigri Bergischer en Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk úr átta skotum fyrir Lemgo og var markahæsti maður vallarins. 

Bergischer er með 17 stig í tíunda sætinu en Lemgo er í því níunda með 20 stig.

Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað hjá Flensburg sem vann 30:26-sigur gegn Erlangen á útivelli en Flensburg er með 32 stig í þriðja sætinu, sex stigum minna en topplið Magdeburgar.

Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað hjá Stuttgart sem tapaði 22:29 fyrir Füchse Berlín á útivelli en Viggó Kristjánsson lék ekki með Stuttgart vegna meiðsla.

Stuttgart er með 9 stig, líkt og Balingen, í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar en þetta var sjöunda tap liðsins í röð í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert