Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Framara þegar liðið vann stórsigur gegn ÍR í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca-cola-bikarnum, í Austurbergi í Breiðholti í dag.
Leiknum lauk með 32:16-sigri Fram sem leiddi með ellefu mörkum í hálfleik, 18:7.
Perla Ruth skoraði 6 mörk fyrir Fram og Emma Olsson skoraði 5 mörk. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Karen Knútsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor.
Ksenija Dzaferovic skoraði 5 mörk fyrir ÍR og Hildur María Leifsdóttir skoraði fjögur mörk.
Framarar leika því til undanúrslita hinn 9. mars að Ásvöllum í Hafnarfirði en úrslitaeinvígið fer fram 12. mars.