Seinkað vegna veðurs

KA/Þór fær HK í heimsókn í kvöld.
KA/Þór fær HK í heimsókn í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leik KA/Þórs og HK í fjórðungsúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik, sem átti að hefjast klukkan 14 í dag, hefur verið seinkað til klukkan 19.30 í kvöld vegna færðar og veðurs.

Leikurinn fer fram í KA-heimilinu á Akureyri og þar sem víða er illfært og hvassviðri hefur Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, ákveðið að seinka leiknum.

Fylgst verður með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert